HÁFLÆÐI – Harpa
07.–18.07.201


 



Háflæði or High Tide group show exhibit in Harpa, Reykjavík Concert Hall.

Four paintings / sculptures – 200x200 cm
Concrete, spray-spray and house-paint on scaffolding net and cement mold wood.







Catalog design by Elsa Jónsdóttir og Björn Loki Björnsson





Fingraför tímans

Gömul speki segir að það séu aðeins tveir dagar á öllu árinu sem virki ekki við sköpunarstörf. Það séu gærdagurinn og morgundagurinn. Það skipti öllu máli að nota daginn í dag – hann sé eini dagurinn á árinu sem hafi virk áhrif bæði á fortíðina og framtíðina.

Einn af grundvallar eiginleigum skapandi fólks er að hafa sýn, geta ímyndað sér, notað innsæið. Látið hugan reika. Hvað er bak við ystu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og breiður vegur, bíða mín þar æsku draumalönd. Rökhugsun og fræðagreiningar eru ágætis aftursætisbílstjórar fyrir gagrýna hugsun en skelfilegir undir stýri. Gallin er að þau nota baksýnisspeglanna – geta ekki séð hvað er framundan. Hafa augun í hnakkanum. Eru sleginn ótta frá því sem ekki er ennþá vitað. Óorðinn en mögulegur raunveruleiki.




Margir listamenn keyra oftar en ekki í myrkri og sjá bara svart – en þeir sem ná meiri og ánægjulegri árangri nota bílljósin lausir við áhyggjur og ótta. Þeir þurfa bara nokkra tuga metra af sjón til að komast áfram til fagra lands ekki endilega á einni nóttu heldur eina nótt í einu. Vita innst inni að fagra land er þarna einhverstaðar við sjónarrönd sem mögulegur raunveruleiki.

Útópiu Thomasar More fylgdi upphafi svokallaðra raunvísinda og ásamt ofnotkun greininga og rökhugsunar. Þrátt fyrir alla efahyggjuna eiga þau í minni vandræðum með dystópíuna en halda því stíft fram að fagraland séu draumórar og verði aldrei til, kallaðu það sem þú vilt, Shangri-la, Xanadu, Paradís. Útópía þýðir bókstaflega stað-leysa og er notað í háðslegri merkingu af fræðafólki. Kalla sýnina rómantík um hinn fullkomna heim sem aldrei verður.



Við hin vitum að það er fleira til í þessum heimi en það sem hægt er að spegla og mæla. Orðið Utopia kemur úr grísku en var upphaflega skrifað Eutopia sem þýðir bókstaflega fagraland – skylt orðinu Euphoria. Það var Thomas sem kippti e-inu framan af árið 1516 og grundvöllurinn til að gera grín af fólkinu sem vildi betri heim varð til.

Þessi kynslóð sem hér sýnir er einmitt sú sem vill betri heim. Hún vill skapa sér rými fyrir frjálst flæði án útskýringa eða réttlætinga fræðikenninga þar sem skrifin verða fyrirferðameiri en listaverkin. Þau sýna ekki hræðslu fyrir komandi tímum. Þeim er meinilla við ofurskipulag, býrókrata og teknókrata. Þau skynja að sköpunarkrafturinn liggur ekki þar. Stærstu og mikilvægust áhöld skapandi fólks eru innsæi og tilfinningagreind. Það eru öflin sem móta framtíðina. Tökum henni fagnandi.

– Goddur




BUXUR – Fúsk
03.07.2021



Photos by Owen Fiene

NEI HÆ         © 2020